Landshlutafundir 2018-2019

Fundirnir voru haldnir í öllum landshlutum og voru vel sóttir, landvernd.is
Landshlutafundir eru haldnir að jafnaði annað hvert ár og eru hluti af endurmenntun kennara innan Skóla á grænni grein. Yfirskrift fundarins í ár er Sjálfbærnimenntun - fræða en ekki hræða.

Landshlutafundir eru haldnir að jafnaði annað hvert ár og eru hluti af endurmenntun kennara innan Skóla á grænni grein.

Dagskrá

12:30-12:45 Inngangur
12:45-13:30 Skólar á grænni grein 101 og Umbreytandi nám (Val á milli)
13:35-14:30 Menntun til sjálfbærni – hvað er það?
14:30-14:50 KAFFIPÁSA
14:50-15:00 Kynning frá skóla
15:00-15:50 Loftslagsbreytingar – hvað getum við gert?
15:50-16:00 Samantekt

Fræða en ekki hræða

Yfirskrift fundarins í ár er Sjálfbærnimenntun – fræða en ekki hræða og verður sjálfbærnimenntun því höfð að leiðarljósi. Þátttakendum verður kynnt hvað felst í hugmyndafræðinni og taka þeir þátt í praktískum dæmum og æfingum. Þátttakendur fá einnig að kynnast getu til aðgerða og umbreytandi námi, en hvort tveggja eru lykilþættir í aðferðafræði sjálfbærnimenntunar og Skóla á grænni grein. Þá verða loftslagsbreytingar teknar sérstaklega fyrir og hvernig má vinna með þær innan hugmyndafræðinnar. Fundurinn verður gagnvirkur og einkennist af umræðum og hópavinnu, ásamt kynningum frá starfsfólki Landverndar.

Handbók Skóla á grænni grein fyrir alla

Á fundinum fá skólar handbókina Á grænni grein til eignar en bókin er leiðarvísir um Skóla á grænni grein, sjálfbærnimenntun og grunnþætti aðalnámskrár. Bókina má nálgast rafrænt hér.

Veturinn 2018-2019 voru haldnir samtals 10 landshlutafundir á ýmsum stöðum á landinu. Landshlutafundir eru haldnir að jafnaði annað hvert ár og eru hluti af endurmenntun kennara innan verkefnisins. Allir skólar á landinu fengu boð um að mæta á þá vinnustofu og létu nokkrir skólastjórnendur utan verkefnisins sjá sig.

2018
29. október: FSu á Selfossi
30. október: Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla, Snæfellsnes
1. nóvember: Íþróttamiðstöð Grindavíkur
8. nóvember: Grunnskóli Hafnar í Hornafirði
9. nóvember: Brúarásskóla Fljótsdalshéraði
 
2019
19. og 21. febrúar: Vættaskóli, Reykjavík
22. febrúar: Snælandsskóli, Kópavogi
3. maí: Þelamerkurskóli, Þelamörk
6. maí: Tálknafjarðarskóli, Tálknafirði

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd