Landvernd afhendir ylströndinni við Nauthólsvík Bláfánann

Landvernd fór með umsjón Bláfánans á árunum 2002-2018, landvernd.is
Þann 7. júní 2003 afhenti Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar borgarstjóranum í Reykjavík, Þórólfi Árnasyni Bláfánann, sem þau síðan drógu í fyrsta sinn að húni við ylströndina í Nauthóslvík í Reykjavík.

Laugardaginn 7. júní 2003 afhenti ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar borgarstjóranum í Reykjavík, Þórólfi Árnasyni Bláfánann, sem þau síðan drógu að húni í Nauthólsvík.

Baðströndum er veittur Bláfáninn ef að þar hefur verið kappkostað að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu á baðströndinni og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd.

Þessi viðleitni á að treysta verndun umhverfis strandarinnar og bæta gæði þess sem ströndin og umhverfi hennar hefur upp á að bjóða, og vera öllum þeim sem nota eða heimsækja baðströndina til hagsbóta. Þann 4. júní var fáninn afhentur Bláa lóninu og nú er röðin komin að Nauthólsvík. Þessir aðilar hafa undanfarin tvö ár unnið að því að uppfylla þau skilyrði sem sett eru vegna Bláfánans og staðist úttekt bæði íslenskrar og alþjóðlegrar dómnefndar. Fréttasnápur ófnis tók þessar myndir við athöfnina í Nauthólsvík.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd