Landsbankinn veitti Landvernd nýverið 500.000 króna í umhverfisstyrk til að gera fræðsluefni um jarðhitasvæði á Íslandi, með það að markmiði að efla þekkingu, bæta umgengni og stuðla að sjálfbærri ferðamennsku á jarðhitasvæðum.
Bankinn afhenti alls 5 milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans.Veittir voru 17 styrkir, þrír að upphæð 500 þúsund krónur hver og fjórtán að fjárhæð 250 þúsund krónur. Ríflega 130 umsóknir bárust.
Umhverfisstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkir til umhverfismála byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur. Sjá nánar á heimasíðu Landsbankans.
“