Landvernd hvetur til vistaksturs

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Keppni í vistakstri, þar sem fyrrum umhverfisráðherrar og fjölmiðlafólk eru meðal þátttakenda, fer fram í Reykjavík laugardaginn 15. nóvember sem hluti af sérstökum Landverndardegi. Þennan sama dag verða einnig sjálfboðaliðar á vegum Landverndar á ferðinni í Nauthólsvík, á Olísstöðvum og í verslunarmiðstöðvum, sem munu kynna starfsemi samtakanna og bjóða fólki að gerast félagar í samtökunum.

Keppni í vistakstri, þar sem fyrrum umhverfisráðherrar og fjölmiðlafólk eru meðal þátttakenda, fer fram í Reykjavík laugardaginn 15. nóvember sem hluti af sérstökum Landverndardegi. Þennan sama dag verða einnig sjálfboðaliðar á vegum Landverndar á ferðinni í Nauhólsvík, á Olísstöðvum og í verslunarmiðstöðvum, sem munu kynna starfsemi samtakanna og bjóða fólki að gerast félagar í samtökunum.

Vistaksturskeppninn hefst kl. 11.00 í Nauthólsvík, Reykjavík. Alls verða fimm keppendur en auk þess hefur Sigurður Þorsteinsson, ökukennari tekið að sér að keyra einn hring þar sem hann sýnir hversu mikið meira bílinn eyðir ef reglur um vistakstur eru ekki hafðar til hliðsjónar. Keppendurnir fimm eru þeir Júlíus Sólnes, Guðmundur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson, allt fyrrum umhverfisráðherrar, og þau Sigrún ósk Kristjánsdóttir og ómar Ragnarsson, fjölmiðlafólk. Nánari dagskrá og reglur er að finna á síðunum hér á eftir.

Frá 1990 til 2002 jókst árleg losun kolefnis vegna samgagna hér á landi um 15% og í nýlegri spá er gert ráð fyrir að þessi losun geti enn aukist um liðlega 20% fram til ársins 2020, verði ekkert að gert. Landvernd telur að landsmenn vilji leggja sitt af mörkum og lítur á það sem hlutverk samtakanna að stuðla að því að svo geti orðið. Með vistakstir má draga umtalsvert úr losun kolefnis (gróðurhúsaloftegunda) og eru landsmenn hvattir til að kynna sér málin.

Í tilefni af Landverndardeginum hafa samtökin framleitt sérstaka gluggasköfu fyrir bíla með 10 góðum ráðum fyrir ökumenn. Fari ökummenn að þessum ráðum má draga úr notkun eldsneytis og bæta þannig umhverfið.

Ökukennararnir Jón Haukur Edvald, Pétur Þórðarson og Sigurður Þorsteinsson verða í Nauthólsvík á meðan á keppninni stendur og geta gefið áhugasömum ráð um hvað felst í vistakstri.

Dagskrá
10.30
Sjálfboðaliðar mæta í Nauthólsvík. Gögn afhent og ákveðið hver fer hvert.

11.00
Fyrstu keppendur í vistakstri ræstir út
(Sigurður og Júlíus) – Sigurður á að tileinka sér akstur “ökuskussa”.

10.45-11.30
Sjálfboðaliðar koma sér á staðinn

11.30-14.30
Sjálfboðaliðar á Olísstöðvum og í verslunarmiðstöðvum

13.00
Önnur lota í vistakstri
(ómar og Sigrún ósk – fjölmiðlafólkið)

14.00
Þriðja lota í vistakstri
(Össur og Guðmundur)

15.00
Sjálfboðaliðar koma til baka í Nauthólsvík
Verðlaunaafhending í vistaksturskeppni

Vistaksturskeppni
Ökukennari: Sigurður Þorsteinsson
Þátttakendur:
Sigrún ósk Kristjánsdóttir, fjölmiðlakona
Össur Skarphéðinssson, fyrrverandi umhverfisráðherra
Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi umhverfisráðherra
Júlíus Sólnes, fyrrverandi umhverfisráðherra
ómar Ragnarsson, fréttamaður

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd