Á aðalfund Landverndar í maí 2003 var ákveðið að sækja um aðild að Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN). IUCN eru alþjóðleg samtök ríkja, ríkisstofnana, alþjóðlegra stofnana og frjálsra félagasamtaka. Umsókn var lögð inn í október 2003. Nýlega barst umsögn skrifstofu IUCN þar sem segir að farið hafi verið yfir aðildarumsókn Landverndar að hún verður lögð fyrir stjórn IUCN í lok mars. Þá hefur aðildarsamtökum IUCN verið sendar upplýsingar um Landvernd og þau geta krafist frekari upplýsinga fram að stjórnarfundi telji þau það nauðsynlegt.
Tilgangur IUCN er að stuðla að víðtæku samstarfi um náttúruvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda. Jafnframt er IUCN vettvangur samræðna á milli fulltrúa ríkisstjórna og frjálsra félagasamtaka sem hefur þann tilgang að auka skilning á mikilvægi skipulagðrar náttúruverndar.
IUCN á að hvetja og aðstoða samfélög um allan heim til að vernda heilsteypt og fjölbreytt lífríki og til að tryggja að notkun náttúruauðlinda sé byggð á jafnræði og sé vistfræðileg sjálfbær.
Íslenska ríkið á aðild að IUCN og umhverfisráðuneytið sér um samskiptin við samtökin. IUCN mælir með því að í þeim löndum þar sem fleiri en eitt aðildarfélag er til staðar sé skipuð samstarfsnefnd til að skipuleggja verkefni er tengjast samtökunum.
Aðalfundur samtakann, World Conservation Congress, er haldinn á 5 ára fresti og þar er mörkuð stefna fyrir starf samtakanna. Á milli aðalfunda starfar stjórnarnefnd sem heldur árlega fundi. Einnig starfa öflugar fagnefndir sem tengja saman vísindamenn í fjölmörgum ríkjum.
IUCN starfar í nánum tengslum við Sameinuðu þjóðirnar og vinnur m.a. reglulega alþjóðlega lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Samtökin hafa tekið virkan þátt í mótun fjölmargra alþjóðlegar samninga s.s. Samningsins um líffræðilega fjölbreytni.
IUCN hefur verið vettvangur umræðu um friðlýst svæði og vann að ósk Sameinuðu þjóðanna skilgreiningar á friðlýstum svæðum sem notuð er víða um heim.
Landvernd sér möguleika á fjölþættum ávinning af því að eiga aðild þessum virtu alþjóðasamtök um náttúruvernd. Í fyrsta lagi mun aðild opna greiða leið að samskiptum við nefndir og starfsmenn IUCN sem eflaust veita haldgóð ráð og stuðning í ákveðnum verkefnum Landverndar. Í öðru lagi fylgja aðild áskrift af ýmsum ritum sem IUCN gefur út. Í þriðja lagi gæti aðildi leitt til þess að hér á landi yrði stofnuð landsnefnd IUCN á Íslandi þar sem frjáls félagasamtök og stjórnvöld koma saman undir formerkjum samtakanna.