Landvernd og Farfuglar ses. hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér stuðning við tvö langtímaverkefni Landverndar, auk þess sem samtökin hyggjast þróa saman verkefni um landgræðslu á erfiðum og illa förnum rofsvæðum. Með samkomulaginu gera Farfuglar gestum sínum fært að leggja sitt af mörkum til umhverfis- og náttúruverndar á Íslandi.
Verkefnin sem styrkt verða í gegnum samning Landverndar og Farfugla eru jarðhitaverkefni Landverndar og fræðslu- og aðgerðaverkefni í landgræðslu með skólabörnum í þremur grænfánaskólum á Suðurlandi.