Landvernd og loftslag

Stefna Landverndar í loftslagsmálum

Landvernd vill að Ísland verði kolefnishlutlaust ríki sem allra fyrst. Samtökin telja einnig að ganga megi lengra og borga tilbaka hluta kolefnisskuldarinnar með því að binda kolefni umfram kolefnishlutleysi (net negative emissions).

Landvernd hefur rekið sérstakt loftslagsverkefni frá árinu 2013 sem hefur það að markmiði að aðstoða sveitarfélög við að mæla losun sína á gróðurhúsalofttegundum þannig að þau geti á sem skilvirkastan hátt stýrt og dregið úr henni. Vistheimt í skólum er annað verkefni Landverndar þar sem nemendur á miðstigi og elsta stigi grunnskóla og framhaldsskólanemendur setja upp tilraunir í landgræðslu, græða upp örfoka land og gera mælingar samhliða endurheimt votlendis. Í skólum á grænni grein er unnið á fjölbreytta vegu að betra loftslagi. Sem dæmi um þemu sem skólar velja sér að vinna í eru; matarsóun, samgöngur, úrgangur og neysla. Þá hleypti Landvernd nýju sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu, Græðum Ísland, af stokkunum árið 2017, en þar gefst skólahópum, innlendum og erlendum ferðamönnum sem og fyrirtækjum tækifæri til að láta gott af sér leiða og græða upp landið um leið og kolefni úr andrúmslofti er bundið í gróðri og jarðvegi.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top