Laxinn í Soginu

Alviðra -Fræðslusetur Landverndar

 

Um helgina var skemmtilegur og vel sóttur viðburður í Alviðru þar sem gestir fengu að viðra veiðarfærin sín. Á hverju ári flykkist fólk að Alviðru til að berja Laxinn í Soginu augum

 

Helgi Bjarnason, 16 ára veiðikló, veiddi Maríulaxinn sinn í Soginu á veiðidegi Alviðru 17. ágúst. Helgi lyfti fiskinum stoltur og sleppti honum svo í fljótið að nýju. Fjöldi fólks kom í Alviðru til að fræðast um Sogsveiðar og njóta ráðlegginga og kennslu leiðsögumanna Stara, leigutaka árinnar. Síðan var haldið til veiða og sex laxar komu á land á þessum veiðidegi.

 

Seinni hluta sumars hafa engin laxanet verið í Ölfusá sem varð til að auka laxgengd í Soginu og öðrum ám í efri hluta vatnasviðs Ölfusár. Öllum löxum sem veiðast í Soginu er sleppt til að efla Sogsstofninn.

 

Myndin af Helga er af vef veida.is og þar er hægt að kaupa veiðileyfi í Soginu. Tekjur af Sogsveiðinni eru nýttar til reksturs og uppbyggingar í Alviðru sem er fræðslusetur Landverndar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd