Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld er safn verkefna sem tengjast á einhvern hátt lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni). Unnið er með viðfangsefnið á fjölbreyttan máta þar sem hvert verkefni getur verið sjálfstætt verkefni eða hluti af stærri heild. Í verkefninu tóku þátt 11 Grænfánaskólar, leik – og grunnskólar. Skólarnir eru:
Akrasel
Drafnarsteinn
Flóaskóli
Hvolsskóli
Krakkaborg
Leikholt
Skýjaborg
Stórutjarnarskóli
Þelamerkurskóli
Þjórsárskóli
Tjarnarsel
Þátttökulönd í verkefninu voru auk Íslands; Eistland, Lettland og Slóvenía.
Hér má sjá umfjöllun um verkefnið
Lífbreytileiki með ungum nemendum
Verkefni í rafbókinni er ætluð nemendum á yngsta stigi grunnskóla en einnig er hægt að nýta hana í eldri hópum leikskóla. Bókin skiptist í fimm kafla, fyrstu tveir kaflarnir henta yngri nemendum á yngsta stigi og kaflar þrjú og fjögur henta eldri nemendum á því sviði. Í fimmta kafla eru stærri verkefni sem taka lengri tíma.