Loftslagsáskorun

Jökulsárlón, landvernd.is - loftslagsáskorun
Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til afdráttarlausra og öflugra aðgerða til að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem nú blasir við í loftslagsmálum og ógnar öllu lífríki.

Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til afdráttarlausra og öflugra aðgerða til að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem nú blasir við í loftslagsmálum og ógnar öllu lífríki.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þeirri þróun þarf strax að snúa við til að draga úr alvarlegum afleiðingum loftslagshlýnunar og skapa öruggara og sjálfbærara þjóðfélag.

FRAMTÍÐ OKKAR OG KOMANDI KYNSLÓÐA ER Í HÚFI

ÍTAREFNI

Ríkisstjórnin sendi frá sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem stefnt er á kolefnishlutleysi Íslands árið 2040. Áætlunin er mikilvægt skref í baráttunni gegn loftslagshamförum en ljóst er að hún dugar skammt til að takast á við þann vanda sem henni er ætlað að leysa.. Meðal annars skortir töluvert upp á mælanleg og tímasett markmið og aðgerðir einskorðast við of fáa geira samfélagsins, en hún tekur einungis til orkuskipta í samgöngnum, kolefnisbindingar og bættrar landnotkunar, sem og smærri sérverkefna. Átak af þessari stærðargráðu mun krefjast víðtækari aðgerða sem ná til allra sviða atvinnulífs, lífshátta og neysluvenja.
Ljóst er að tími til aðgerða er naumur. Samdráttur á losun gróðurhúsalofttegunda þarf að hefjast strax á næstu mánuðum og hann þarf að vera á öllum sviðum þjóðfélagsins ef markmið um kolefnishlutleysi á að nást. Stjórnvöldum ber að setja rammann sem skýrir hvernig það verður gert með afdráttarlausum hætti hér á landi. Stjórnvöld þurfa einnig að setja meiri kraft í að efla alþjóðlegt samstarf og hvetja þær þjóðir til dáða sem ekki sinna þessum málum eins og nauðsyn krefur..

TENGLAR

Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum
Grein eftir Gretu Thunberg í The Guardian.
Umhverfisstofnun

Unga fólkið hefur tekið af skarið með loftslagsverkföllum.
Nú er komið að fullorðna fólkinu að taka við!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd