Loftslagshópurinn er hluti af grasrótarstarfi Landverndar. Öllum félögum í Landvernd og nýjum meðlimum er frjálst að taka þátt í starfinu. Hópurinn fundar á tveggja vikna fresti, fræðist um loftslagsmálin og skipuleggur ýmsa viðburði og gjörninga í þágu umhverfisins. Auk þess skrifa meðlimir hópsins greinar og umsagnir og leitast eftir því að hafa jákvæð áhrif á loftslagsumræðuna í samfélaginu.
Áherslur loftslagshópsins mótast af meðlimum hans að hverju sinni og getur hver og einn aðili hópsins haft mikil áhrif á það hvaða verkefni hópurinn tekur fyrir að hverju sinni og hvaða fræðsluerindi verður fyrir valinu á fundum.
Það er margt spennandi á döfinni 2021
Loftslagshópurinn er einn af fáum aðgerðarhópum í umhverfismálum á Íslandi sem hittist reglulega. Á nýju ári verður fræðsla fyrir meðlimi hópsins um almannatengsl og auglýsingaherferðir. Fræðslan verður veganesti okkar út í árið. Á árinu verður meðal annars lögð áhersla á hringrásarhagkerfið, aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum og Alþingiskosningarnar. Önnur áhersluatriði ráðast á árinu, en starf loftslagshópsins endurspeglast iðilega af því sem er að gerast í samfélaginu á hverri stundu.
Nýliðafundur verður haldinn í upphafi árs fyrir þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í hópnum, engin aldurstakmörk gilda og eru meðlimir hópsins á öllum aldri.
Viltu hafa áhrif með Landvernd?
Hér eru nokkrar leiðir:
- Vertu félagi í samtökunum.
- Taktu þátt í grasrótarstarfinu okkar og fundaðu með okkur reglulega.
- Láttu okkur vita af þér, t.d. með því að senda okkur póst á landvernd(hjá)landvernd.is, við gætum verið með rétta verkefnið fyrir þig!
- Deildu efni frá okkur á samfélagsmiðlum.
- Mættu á viðburði á okkar vegum, sjá á Facebook og vefnum.
- Láttu aðra vita af starfsemi Landverndar og hvettu fólk í kringum þig til þess að taka þátt.
- Styrktu samtökin í gegnum vefinn okkar.