Loftslagsmál – ályktun aðalfundar 2024

Enn liggur ekki fyrir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum með tímasettum og mælanlegum markmiðum líkt og í nágrannalöndum okkar.

Landvernd lýsir áhyggjum af því hve litlum árangri Ísland hefur náð í loftslagsmálum.

Þrátt fyrir markmið stjórnvalda hefur heildarlosun aukist en ekki minnkað, þó að samdráttur hafi náðst á nokkrum sviðum. Enn liggur ekki fyrir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum með tímasettum og mælanlegum markmiðum líkt og í nágrannalöndum okkar.

Ófullnægjandi er að einblína á orkuskipti. Minnka verður ágang á náttúru, vernda og endurheimta vistkerfi, auka jöfnuð, bæta lýðheilsu og tryggja réttlæti.

Landvernd minnir stjórnvöld á ábyrgð þeirra gagnvart alþjóðlegum samningum og kynslóðum framtíðar.  

Ofangreind ályktun var samþykkt á aðalfundi Landverndar 23. maí 2024. 

Smelltu á myndina til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd