Að baki sjóðnum standa náttúru- og umhverfisverndarsamtök en þau eru Landvernd, Fuglavernd, NAUST (Náttúruverndarsamtök Austurlands) og SUNN (Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi).
Lögverndarsjóður náttúru og umhverfis var stofnaður í því skyni að veita fjárhagsstuðning til að fá úrlausn vegna lögfræðilegra álitamála er snerta náttúru- og umhverfisvernd.
Markmið sjóðsins er að styðja málafylgju vegna lögfræðilegra álitamála sem að mati stjórnar sjóðsins geta varðað almenna hagsmuni um verndun náttúru og umhverfis og safna og varðveita fé í þessum tilgangi. Sjóðurinn getur ekki átt beina aðild að málarekstri.
Að baki sjóðnum standa náttúru- og umhverfisverndarsamtök en þau eru Landvernd, Fuglavernd, NAUST (Náttúruverndarsamtök Austurlands) og SUNN (Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi).
Allir (stjórnvöld, einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki) geta lagt fram fjármagn til sjóðsins.
Bankareikningur: 0344-13-030252
Kennitala: 630802-2370