Landvernd efnir til tveggja málþinga um sjálfbæra ferðamennsku á háhitasvæðum, annarsvegar í Reykjavík og hinsvegar í Mývatnssveit (sjá hér að neðan). Háhitasvæði eru eitt helsta einkenni íslenskrar náttúru og eftirsóttir ferðamannastaðir. Mikilvægt er að tryggja vernd þessara einstöku auðlinda okkar þannig að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þeirra áfram.
Endilega skráið ykkur á facebook svo við fáum hugmynd um fjölda:
http://www.facebook.com/events/161618554005414/?fref=ts
Málþing um ferðamennsku á háhitasvæðum, Þjóðminjasafninu 7. maí 2013, kl. 13-17
13:00 Setning málþings
Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands
13:05 Geothermal developments, tourism and the environment
Trevor Hunt, jarðeðlisfræðingur, Nýja Sjálandi
13:45 Tourism impact on nature conservation areas – management objectives
Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri, Umhverfisstofnun
14:05 Sustainable tourism development in vulnerable volcanic environments: Idealism or realism?
Rannveig Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands
14:25 KAFFI
14:45 Sharing Special Places – Ensuring we protect what we value
Laura Dawson, meðlimur í Forest and Bird, Nýja Sjálandi
15:25 Strategy building for Iceland’s sensitive tourist attractions
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Ferðamálastofu
15:45 Nature conservation as the cornerstone of tourism
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar
16:05 Pallborðsumræður
17:00 Málþingi lýkur
Fundarstjóri: Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarkona í Landvernd
Málþing um ferðamennsku á háhitasvæðum, Skjólbrekku Mývatnssveit, 10. maí 2013, kl. 14-17.
Landvernd efnir einnig til málþings um sama efni í Mývatnssveit, en önnur erindi en Nýsjálendinganna verða á íslensku og pallborðsumræður að sama skapi. Dagskráin þar er eftirfarandi:
Setning málþings
Rannveig Magnúsdóttir, verkefnisstjóri, Landvernd
Geothermal developments, tourism and the environment
Trevor Hunt, jarðeðlisfræðingur, Nýja Sjálandi
Sharing Special Places – Ensuring we protect what we value
Laura Dawson, meðlimur í Forest and Bird, Nýja Sjálandi
Áhrif ferðaþjónustu á náttúruverndarsvæði: Hvernig má stýra áhrifum?
Bergþóra Kristjánsdóttir, sérfræðingur, Umhverfisstofnun í Mývatnssveit
Mótun stefnu fyrir náttúrulegar auðlindir íslenskrar ferðaþjónustu
Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu á Akureyri
Náttúruvernd sem hornsteinn ferðaþjónustunnar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Rannveig Magnúsdóttir, Landverndar
Pallborðsumræður
Fundarstjóri: Helgi Héðinsson, stjórnarmaður í Mývatnsstofu