Landvernd ásamt nokkrum náttúrverndarsamtökum héldu málþing um Rammaáætlun í Veröld Húsi Vigdísar 18. október, 2025.
Þangað komu góðir gestir sem lögðu sig fram við að gera fundinn fróðlegan og áhugaverðan. Við hlýddum á erindi um nokkra virkjanakosti, reynslu fagfólks af Rammaáætlun og áhugaverðar pallborðsumræður. Við erum þakklát öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og taka þátt í góðum umræðum um þetta mikilvæga mál.
Hér má finna upptöku af streymi fundarins ( byrjar á fimmtu mínútu)



