Markvissari umhverfisaðgerðir

Verndun lífbreytileika og loftslagsmál verða að haldast í hendur.
Brúa þarf bilið á milli rammasamninga Sameinuðu þjóðanna, um verndun líffræðilegs fjölbreytileika annarsvegar og loftslagsbreytinga hinsvegar.

 Landvernd hvetur til þess að ráðist verði í aðgerðir sem tryggja að rammasamningar sameinuðu þjóðanna, um vernd líffræðilegrar fjölbreytni (UNCBD) annarsvegar og loftslagsbreytingar (UNFCCC) hins vegar vinni saman. Bilið verði þannig brúað milli Kunming-Montréal samningsins og Parísarsáttmálans. Landvernd vitnar í bréf 145 vísindamanna um allan heim sem sent var á bæði skrifstofur samninganna og alla aðila að báðum samningum í október 2024. 

“Eins og skýrsla frá sameiginlegri vinnustofu IPBES og IPCC um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar sýnir, eru hamfarir loftslagsbreytinga og náttúru ekki óskyld atriði – þær eru nátengdar. Breytingar á loftslagi hafa neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni, um leið og tap á líffræðilegri fjölbreytni vinnur gegn stöðugleika loftslags og setur okkur í verri stöðu til aðlögunar. Samt eru hnattræn viðbrögð til varnar hamförunum, Kunming-Montréal samningurinn og Parísarsáttmálinn, í sitthvoru lagi innan tveggja rammasamninga sem talast ekki við. Aðskilnaðurinn hindrar þjóðir í að vinna að heildarlausnum þar sem innleiðing samninganna er í ósamræmi.  Lausnir við vandamálum sem stuðla að báðum krísum eru ófullnægjandi, og (ii) lausn  við einum vanda getur haft neikvæð áhrif á annan vanda.”

Landvernd leggur áherslu á að efnahagur okkar byggir á náttúrunni, en meira en helmingur vergrar landsframleiðslu heimsins er meðal eða mjög háður heilbrigðri náttúru og vistkerfum (World Economic Forum & PwC, 2020). 

Landvernd styður við eftirfarandi áherslur fyrir komandi samningaviðræður. 

  1. Að aðildarríki gæti þess að aðgerðir í stefnu og aðgerðaráætlun hvers ríkis um líffræðilega fjölbreytni (NBSAPs) séu fjármagnaðar. Landvernd hvetur öll aðildarríkin til þess að gera fjárhagsáætlun í samræmi við samningsdrögin fyrir COP16 (bls 22, SBI/4/17).
  2. Landsákvörðuð framlög (NDCs) forgangsraði samdrætti í losun í öllum geirum ásamt því að gera grein fyrir hvernig unnið verði með fyrstu hnattrænu stöðutöku samningsins (Global Stocktake)
  3. Að ríkin skuldbindi sig til þess að fasa út jarðefnaeldsneyti eins hratt og mögulegt er (ásamt því að) og setji sér markmið um að draga verulega úr skaðlegum niðurgreiðslum, í takt við markmið 18 í hnattræna samningnum um líffræðilega fjölbreytni (GBF)
  4. Að ríki lyfti upp samningum á borð við Árósarsáttmálann og Escazú sáttmálann og standi vörð um gagnsæi og rétt almennings, grasrótar, frumbyggja og næríbúa til að taka þátt í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál. Ríkin gæti þess einnig að einstaklingar og samtök sem sækja rétt sinn á grundvelli umhverfisverndar séu varðir gegn ofbeldi og opinberri smánun.
Smelltu á myndina til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd