Töluleg markmið skortir tilfinnanlega
Stjórn Landverndar telur mikilvægt að stjórnvöld skapi góðar forsendur fyrir matvælaframleiðslu hér á landi til þess að bæta og efla bæði fæðu- og matvælaöryggi, draga úr þörf fyrir innflutningi á matvöru sem og til að styrkja byggð og sjálfbæra nýtingu auðlinda á landi og í hafi. Stjórnvöld og undirstofnanir hafa ekki rækt hlutverk sitt sem eftirlitsaðilar.
Áhersla á samdrátt í losun gróðurhúsalofftegunda
Stjórn Landverndar minnir aftur á að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá matvælaframleiðslu á Íslandi er yfir 40% af losun á beinni ábyrgð stjórnvalda og því verður áherslan í matvælastefnu að vera á aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun en ekki á kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun. Losun GHL er hin raunverulega stóra áskorun og framtíð matvælaframleiðslunnar veltur á þessu atriði sé vel leyst af hendi.
Í stefnuna vantar enn töluleg markmið um samdrátt í losun frá matvælaframleiðslu. Reynslan er ólygnust um það að yfirlýstur góður vilji atvinnulífsins að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda nægir ekki.