Mótmælaganga í Gálgahrauni

Sunnudaginn 15. september kl. 14.00 efna Hraunavinir til mótmælagöngu í Gálgahrauni. Þar verður framkvæmdum við nýjan Álftanesveg mótmælt.

Sunnudaginn 15. september kl. 14.00 efna Hraunavinir til mótmælagöngu í Gálgahrauni. Þar verður framkvæmdum við nýjan Álftanesveg mótmælt. Mótmælendur munu koma fyrir grænum fánum í fyrirhuguðu vegstæði auk þess sem göngumenn eru hvattir til þess að taka með sér íslenska fánann. Gangan tekur á aðra klukkustund og verður safnast saman við Prýðahverfi.

Eins og kunnugt er þá hafnaði sýslumaðurinn í Reykjavík beiðni fernra umhverfisverndarsamtaka um lögbann á lagningu vegar í Gálgahrauni þar sem segir að samtökin eigi ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Kæra vegna þessarar synjunar sýslumanns hefur þegar verið lögð fram við héraðsdóm. Ennfremur er nú rekið mál fyrir héraðsdómi á hendur vegamálastjóra til viðurkenningar á ólögmæti vegaframkvæmdanna.

Gangan er haldin í tilefni af Degi íslenskrar náttúru sem ber nú upp á mánudaginn 16. september og eru allir unnendur íslenskrar náttúru hvattir til þess leggja baráttunni gegn eyðileggingu Gálgahrauns lið.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd