Hér má sjá myndir úr Sköflungsgöngu Landverndar.
Fjölmennt og góðmennt var á þriðju göngu Landverndar um Heiðar í Háska. Í þetta sinn var gengið um Sköflung sem er gríðarlega falleg útsýnisleið á Mosfellsheiðinni. Nú stendur til að reisa þrjú vindorkuver á þessu svæði með tugum af 200 metra háum vindtúrbínum.