Náttúran er verðmætari en fiskeldisiðnaðurinn

Banna þarf frekari vöxt í opnu sjókvíaeldi

Á sama tíma og þingsályktunartillagan kemur til umsagnar hefur Innviðaráðherra staðfest strandsvæðaskipulag sem virðist ekki samrýmanlegt við fjarskipta-, siglinga- og vitalög. Með þessar undirskrift er fiskeldi í opnum sjókvium fest í sessi í öllum fjörðum á Aust- og Vestfjörðum þar sem forsendur eru fyrir laxeldi.

Ekki skorti á umsagnir um vankanta þess við undirbúning sem því miður var ekki tekið tillit til og svo virðist sem stjórnvöld hafi fyrst og fremst verið umhugað um að skapa frekari sóknarfæri fyrir þau þrjú fyrirtæki sem stunda sjóðkvíaeldi hér við land. Landvernd vill að þessu tilefni lýsa yfir vonbrigðum óháð fyrirséðri samþjöppun með þá stöðu sem upp er komin hér á landi varðandi þróun fiskeldis í opnum sjókvíum. Það sem er dapurlegt við framlagningu þessarar þingsályktunartillögu er að hún lýsir fyrst og síðast gríðarlega óvandaðri stjórnsýslu þar sem neitað hefur verið til þessa dags að horfa á rót vandans.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd