Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir Umhverfissinnar hafa kært ákvörðun sveitastjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Samtökin kæra meðal annars á grundvelli þess að:
- Náttúruverndarlög eru brotin þar sem taka á efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða á víðerni sem njóta verndar.
- Samtökin telja óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Taka á ákvörðun um virkjun í einu lagi.
- Sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir hefur ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli samþykkt af Alþingi.
- Lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis eru brotin þar sem ekki er tekið tillit til álits skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hefur ekki verið umhverfismetin
Þá hafa samtökin bent sveitastjórn Árneshrepps og Vesturverki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með fullyrðingum um kostnað sem ekki eru studdar með gögnum.
Vinsamlegast hafið samband við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar í síma 8435370 ef frekari upplýsinga er óskað.
Lesa kæru náttúruverndarsamtaka vegna framkvæmdaleyfis fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar