Náttúruverndarþing 2023

Náttúruverndarþingið 2023 var haldið í Árnesi.
Náttúruverndarþing er vettvangur allra sem hafa áhuga á náttúruvernd til að koma saman og ræða stóru málin, fagna sigrum og blása hvert öðru baráttuanda í brjóst. Þingið er öllum opið. Náttúruverndarþing 2023 verður haldið í Árnesi.

Á Náttúruverndarþingi gefst áhugafólki um náttúruvernd tækifæri til að koma saman og ræða stóru málin, fagna sigrum og blása hvert öðru baráttuanda í brjóst. Þingið er öllum opið.

Boðið verður upp á rútuferð úr Mjódd kl. 10.00 og aftur heim kl. 20:00.
Við reynum okkar besta að tryggja aðgengi allra og ef fólk er með séróskir varðandi aðgengi má það endilega hafa samband og við finnum úr úr því.
 

DAGSKRÁ:

10:00 Brottför hópbifreiðar úr Mjódd
Í rútunni verður Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor, með leiðsögn um undraheima líffræðilegrar fjölbreytni
11:30 Koma í Árnes, boðið upp á hádegishressingu
12:30 Setning Náttúruverndarþings: Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvera
Ávarp: Katrín Jakobsdóttir, forsætiráðherra
13:00 Erindi: náttúruvernd, orkuskipti og loftslagbreytingar
• Andri Snær Magnason, rithöfundur
• Ágústa Þ. Jónsdóttir, umhverfisfræðingur
• Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur
• Jose Alves, vistfræðingur (á ensku)
• Inga Huld Ármann, ungmennafulltrúi Íslands við SÞ á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar og mannréttinda
Fyrirspurnir og pallborðsumræður undir stjórn þingforseta
14:30 Undur Þjórsár – útvist og náttúruskoðun
Ekið með rútu á móts við Minni-Núp og gengið niður að Þjórsá. Leiðsögn Sigþrúður Jónsdóttir, Pálína Axelsdóttir og Ragnheiður Björk Sigurðardóttir. M.a. fjallað um land í hættu og sögu
náttúruverndarbaráttu í Gnúpverjahreppi.
16:30 Kaffi og hópumræður
Þátttakendur skipta sér í nokkra umræðuhópa undir stjórn Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur
18:00 Kvöldverður
18:45 Kvöldvaka
• Sögur af náttúruverndaranum og fræðimanninum Sigurði Þórarinssyni – Sigrún Helgadóttir rithöfundur og náttúrufræðingur segir frá og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir vísnasöngvari
flytur vísur Sigurðar.
• Pub-quizz undir stjórn Jóhannesar Bjarka Urbancic Tómassonar
19:45 Tillaga að ályktun lögð fram til samþykktar
20:00 Brottför hópbifreiðar til Reykjavíkur
Þátttökugjald er aðeins 3.000 krónur. Innifalið í því er rútuferð, hádegissúpa, kaffi og léttur kvöldverður – allt vegan.
 
Vegna praktískra mála er nauðsynlegt að skrá þátttöku fyrirfram (sjá hnapp efst í umfjölluninni). 
 
Við viljum tryggja aðgengi sem flestra og sé fólk með séróskir varðandi þörf á túlki, aðgengi fyrir hreyfihamlaða eða hvað sem er má hafa samband við landverdir@landverdir.is og við finnum út úr því. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd