Nemendur Grenivíkurskóla tóku sig til og saumuðu taupoka handa öllum íbúum bæjarfélagsins. Með þessu vilja nemendur og starfsfólk skólans hvetja íbúa til að nota fjölnotapoka og draga úr plastpokanotkun á aðventunni.
Verkefnið er unnið af öllum í skólanum og hefur víðtæk áhrif út í samfélagið.
Grænfánaverkefni Landverndar Skólar á grænni grein byggir á sjö skrefum sem skólar þurfa að stíga til að fá að flagga grænum fána. Verkefni Grenivíkurskóla fellur vel að sjötta skrefi verkefnisins; Að upplýsa og fá aðra með. Skólar eru hvattir til að tengjast og vinna með öðrum í nærsamfélaginu, s.s. íbúum, fyrirtækjum og stofnunum. Alls kyns opnar sýningar á verkum nemenda í nærsamfélaginu og kynningar í skólanum eða í fjölmiðlum upplýsa samfélagið um framgang verkefnisins. Það má því segja að jólaverkefni Grenivíkurskóla falli vel að þessum hluta verkefnisins.
Til hamingju Grenivíkurskóli og Grenivík!
Hér má sjá frétt á RÚV um verkefnið.
“