Neysluhyggja – Ljósmynd

neysluhyggja, verkefni frá ungu umhverfisfréttafólki, landvernd.is
Valgerður Haraldsdóttir, nemandi í FÁ gerði áhrifaríka ljósmynd sem ber heitið Neysluhyggja. Verkefnið komst í undanúrslit Ungs umhverfisfréttafólks 2020.

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Tíu verkefni komust í undanúrslit árið 2020. Verkefnin voru af ólíkum toga og komu frá framhaldsskólum víðsvegar af landinu. Valgerður Haraldsdóttir er 21 árs og stundar nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Ljósmyndin hennar, Neysluhyggja, komst í undanúrslitakeppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020.

Á myndinni má sjá stúlku með bréfpoka á hausnum og plöntu í plastpoka í annarri hendi. Ljósmyndin er tekin að vetri til og bakgrunnurinn er kuldalegur skógur. 

Fólk er blindað af neysluhyggju og hvorki sér né skynjar náttúruna í kringum sig sem bíður skaða af – Valgerður

neysluhyggja, verkefni frá ungu umhverfisfréttafólki, landvernd.is

 

Ert þú að spá í því að taka þátt í keppninni? Kynntu þér hvernig verkefnin eru metin.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur gert garðinn frægan í verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk. Verkefni frá skólanum hreppti annað sætið og val unga fólksins árið 2020. Sjáðu sigurverkefnið frá þeim hér!

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd