Norðurlönd í fremstu röð á heimsvísu í aðgerðum á sviði líffræðilegrar fjölbreytni – ákall til aðgerða frá norrænu náttúruverndarsamtökunum

Norræn náttúruverndarsamtök taka saman höndum til verndar náttúru á Norðurlöndunum.

Náttúran á Norðurlöndum er stórbrotin og einstök. Hún er mikilvægur hluti af vistkerfum heims og nær yfir nokkur loftslagsbelti. En náttúran á Norðurlöndum er undir álagi. Mörg búsvæði hafa verið eyðilögð að meira eða minna leyti og margar tegundir eru í hættu á að hverfa af jörðinni að eilífu. Náttúran gegnir einnig afgerandi hlutverki við að leysa aðra brýnu krísu samtímans: loftslagskrísuna.

Alþjóðlegar skuldbindingar

Á undanförnum mánuðum hafa verið gerðir mikilvægir alþjóðlegir samningar sem marka skýra stefnu til að hægja á tapi á líffræðilegri fjölbreytni:

Í desember 2022 var nýr alþjóðlegur samningur um líffræðilegan fjölbreytileika samþykktur á á ráðsstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í Montreal eftir 2 ára töf. Skilaboðin eru skýr: Brýnar aðgerðir eru nauðsynlegar til að snúa við tapi á líffræðilegri fjölbreytni. Vernda þarf 30 prósent af náttúru á landi, strandsvæðum og hafsvæðum fyrir 2030

Í byrjun mars 2023, eftir 15 ára samningaviðræður, samþykktu aðildarríki SÞ loksins Úthafssáttmálann, sem miðar að því að vernda heimshöfin. Gert er ráð fyrir að sáttmálinn gegni mikilvægu hlutverki við að ná því markmiði sem sett var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika í desember að 30 prósent af alþjóðlegu hafsvæði verði friðlýst fyrir árið 2030.

Jafnframt miðar áætlun ESB um líffræðilegan fjölbreytileika sem samþykkt var árið 2020 að því að 30 prósent land- og hafsvæða ESB skuli hljóta vernd en 10 prósent verði að njóta strangrar verndar árið 2030.

Markmiðin og stefnan eru komin fram og eru skýr. Nú taka við samhæfðar og markvissar aðgerðir ríkja heimsins. Í dag stenst ekkert Norðurlandanna það markmið að 30 prósent náttúrunnar njóti verndar. Í Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru innan við 10 til 20 prósent af náttúrunni vernduð í dag.

Tilmæli norrænu náttúruverndarsamtakanna til norrænna ríkisstjórna

Sem leiðtogar stærstu náttúruverndarsamtaka Norðurlandanna, fyrir hönd rúmlega 400.000 meðlima okkar, er það okkur afar mikilvægt að stjórnvöld á Norðurlöndum axli ábyrgð, bregðist við og standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að hægja á hnignun í líffræðilegs fjölbreytileika. Að Norðurlönd marki sér stöðu sem leiðandi svæði í aðgerðum á sviði líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta er það sem 27 milljónir íbúa Norðurlandanna þurfa.

Við höfum í huga að norrænu umhverfis- og loftslagsráðherrarnir hafa í fyrsta sinn skuldbundið sig til að vinna meira með náttúrutengdar lausnir haustið 20221. En mun markvissari aðgerða er þörf til að snúa við tapi á líffræðilegri fjölbreytni á Norðurlöndum.

Lífbreytileika-kreppan er áskorun sem krefst sterkrar forystu, staðfestu og aðgerða og að norræn stjórnvöld bregðist við hver fyrir sig og sameiginlega án tafar. Við skorum því á norrænu ríkisstjórnirnar hver fyrir sig, eða í samráði, að lágmarki:

• skuldbinda sig sameiginlega til að vernda 30 prósent náttúrunnar á landi og sjó í hverju norrænu landi fyrir árið 2030.

• setja fram sértæk markmið og tímaáætlanir til að vernda að minnsta kosti 30 prósent náttúrunnar á landi og í hafi í hverju norrænu landi árið 2030.

• tryggja viðhald, endurbætur á og endurheimt vistkerfa, þar á meðal að koma í veg fyrir útrýmingu tegunda og viðhalda erfðafræðilegum fjölbreytileika.

• samþykkja lagalega bindandi náttúruverndarlög í hverju norrænu landi með skýrum markmiðum og aðferðum sem marka leiðina í átt að 30 prósent verndaðrar náttúru árið 2030.

• setja fram metnaðarfull markmið fyrir þá geira samfélagsins sem hafa mest áhrif á náttúruna (t.d. landbúnað, skógrækt, fiskveiðar, hráefni og auðlindanám) til að stöðva tap á líffræðilegri fjölbreytni.

• samræma viðleitni til að stöðva tap á líffræðilegri fjölbreytni og tryggja 30 prósent verndaða náttúru og tengja við loftslagsaðgerðir.

• tryggja að náttúruvernd og loftslagsaðgerðir vinni saman og styrki hvort annað.

• leggja sitt af mörkum til annarra landa í heiminum til að auka getu þeirra til að hægja á tapi á líffræðilegri fjölbreytni.

[Samþykkt af Norrænu náttúruverndarsamtökunum í Kaupmannahöfn 25. apríl 2023]

Danmarks Naturfredningsforening

Maria Reumert Gjerding, Præsident

Den finske Naturfredningsforening, Suomen luonnonsuojeluliitto

Hanna Halmeenpää, forperson

Natur och Miljö, Finland

Camilla Sederholm, Verksamhetsledare

Den islandske natur og miljøbeskyttelsesforening Landvernd. landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands

Agústa Þ. Jónsdóttir, viseformand (varformaður)

Norges Naturvernforbund

Truls Gulowsen, forperson (leder af centralstyret)

Svenska Naturskyddsföreningen

Johanna Sandahl, Præsident (ordførende)

Ålands Natur och Miljö

Kimberly Terry, forperson (ordførende)

FNU Føroya Náttúru og Umhvørvisverndarfelag

Jón Kragesteen, forperson

Yfirlýsing með sama orðalagi hefur verið send öllum ríkisstjórnum Norðurlanda. Jafnframt hefur yfirlýsingin verið send til forseta Norðurlandaráðs, Jorodd Asphjell, formanns Norrænu ráðherranefndarinnar, Katrínar Jakobsdóttur, og framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, Karen Ellemann.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd