Norræn strandhreinsun þann 5. maí 2018

Norræn strandhreinsun fer fram þann 5. maí 2018

Norðurlöndin taka höndum saman annað árið í röð, og skipuleggja strandhreinsanir þann 5. maí 2018, enda ekki vanþörf á. Í ár er fókusinn settur á Reykjanesið og standa Landvernd og Bláa herinn ásamt Sveitarfélögunum fimm á Reykjanesi; Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum fyrir hreinsunum. Að auki eru hreinsanir skipulagðar um allt land og hvetur Landvernd hópa til að skrá sínar hreinsanir hér. Upplýsingar um hreinsanir á landinu má nálgast hér.

Við hvetjum sjálfboðaliða til að taka með sér

Hlý föt og góða skó (stígvél/ gönguskó),
vinnuhanska/vettlinga/garðhanska (fjölnota),
Fjölnota taupoka/fötur til að safna í. T.d. IKEA poka, sterka fjölnota poka, fötur með sterkum höldum s.s. garðaúrgangsfötur, steypufötur o.fl.
Vatn í brúsa,
nesti yfir daginn,

Garðskagafjara 5. maí

Mæting kl. 13. Sjá kort.

Þórkötlustaðafjaran við Grindavík 5. maí

Mæting kl. 13. Sjá kort.

Lokahóf í Gjánni, Grindavík 5. maí kl. 16:00

Hreinsanir á Íslandi 5. maí

Eyrarbakki og Stokkseyri

Vinstri hreyfingin grænt framboð Árborg standa fyrir strandhreinsun á Norræna strandhreinsunardeginum 5. maí. Hreinsun verður kl. 13-15. Nánari upplýsingar má fá hjá tengilið hreinsunar Halldóri Pétri Þorsteinssyni, thorsteinssonhalldor@gmail.com og á facebook, https://www.facebook.com/vinstrigraenarborg/

Heimaey – Vestmannaeyjar

Eyjamenn standa fyrir hreinsun á norræna strandhreinsunardeginum 5. maí, kl. 11-13. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.facebook.com/groups/166156446851821/ og hjá tengilið hreinsunar Hildi Jóhannsdóttur, hildurjohanns84@gmail.com

Reykjanes, Merkines

Nemendur, starfsfólk og foreldrar í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði skipulögðu strandhreinsun á Norræna strandhreinsunardeginum 5. maí frá kl. 13-15. Nánari upplýsingar má nálgast hjá tengilið hreinsunarinnar Gísla Rúnari Guðmundssyni, s.6983505 gisli@framsynmenntun.is og https://www.facebook.com/Nu.framsynmenntun/

Reykjavík – Grafarvogur

Vinstri græn í Reykjavík standa fyrir hreinsun í Grafarvogi, Bryggjuhverfi og Stórhöfða-strönd þann 5. maí næstkomandi á milli kl. 10 og 12. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar má finna hér: https://business.facebook.com/events/163374907675925/ og hjá Önnu Lísu Björnsdóttur, annalisa@vg.is

Seyðisfjörður

Ibúar Seyðisfjarðar ætla að taka til hendinni og taka þátt í norrænni strandhreinsun þann 5. maí næstkomandi. Hreinsun hefst kl. 13 og lýkur kl. 16.
Viðburðurinn er opinn almenningi og hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Sigríði Heiðdal Friðriksdóttur, siggafridda@gmail.com, s: 8617780

Suðurfjörur

Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu standa fyrir strandhreinsun á Norræna strandhreinsunardeginum 5. maí. Hreinsun fer fram frá kl. 10-16 og er opin öllum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér: https://www.facebook.com/events/1703245293101318/ Tengiliður hreinsunar er Steinunn Hödd Harðardóttir, steinunhodd@vjp.is

Notum fjölnota hanska

Vinnuhanska, vettlinga eða garðhanska

Notum fjölnota ílát

Reynum að nota ekki nýtt plast í strandhreinsuninni. Notum fjölnotapoka og fötur ef við getum. T.d. sterka taupoka og gróður/steypufötur.

Endurvinnum, forðumst urðun

Komum plasti til endurvinnslu svo það verði ekki grafið í jörðu

Af hverju hafa áhyggjur af plasti?

Árlega notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Þá eru ekki með taldir hlutir úr plasti sem notaðir eru eins og leikföng, raftæki, húsgögn leirtau og fleira. Alls eru þetta um 13.000 tonn árlega. Sem jafngildir 13.000 Yaris bifreiðum, eða 112 stútfullum Boeing 757-200 flugvélum! Af þessum 13.000 tonnum skilast aðeins 25% í endurvinnslu (þar með taldar allar endurgjaldsskyldar drykkjarumbúðir) eða rúmlega 10 kg/íbúa. Það þýðir að 9.750 tonn af plastumbúðum eru urðuð á ári. Urðun merkir að ruslinu er þjappað saman í bagga og hann grafinn í jörðu. Þar heldur svo plastið að vera til um ókomna tíð enda brotnar það aðeins niður í smærri einingar, örplast en eyðist ekki. Plast sem fer ekki réttar leiðir til endurvinnslu eða förgunar lendir oft úti í náttúrunni (höfum, ám og vötnum) þar sem það getur valdið skaða á lífríki náttúrunnar. Hluti plasts er létt efni og flýtur sem gerir það að verkum að það getur borist um hundruði kílómetra og valdið þannig skaða langt frá upprunastað sínum. Það er því mikils að vinna með því að endurvinna plast og minnka notkun á plasti.

Talið er að um milljón sjófuglar og 100 þúsund sjávarspendýr og skjaldbökur drepist árlega vegna þess að þau festast í eða éta plast. Risastórir plastflákar finnast í heimshöfunum og plast safnast þar saman vegna hafstrauma. Plastið í sjónum er því mikið til hlutir eins og einnota umbúðir, plasthnífapör, plastflöskur, plastpokar, föt, sogrör, tannburstar og leikföng. Þessir hlutir brotna svo niður í smærri agnir sem kallast örplast og skapa enn meiri hættu fyrir lífríkið. Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú er jafnvel talið að það verði meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050.

Hvað getur þú gert?

Taktu þátt í strandhreinsun á Reykjanesinu þann 5. maí eða skráðu þína eigin strandhreinsun í vikunni 25. apríl – 6. maí 2018.

Skrá mína hreinsun

Hreinsanir á Íslandi 2018

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd