Opnað hefur verið á ný fyrir umsóknir um norrænt námskeið um menntun til sjálfbærrar þróunar fyrir fullorðna. Eftir árangursríkt námskeið í fyrra hefur Norræna ráðherranefndin ákveðið að veita styrk til að bjóða upp á námskeiðið aftur. Námskeiðið samstendur af fjórum vinnustofum sem hver er þriggja daga löng og fara fram í Noregi, Danmörku, Íslandi og Finnlandi frá mars 2016 og fram til nóvember 2016. Auk þess vinna nemendur sjálfstætt verkefni samhliða og á milli vinnustofa.
Námskeiðið er haldið fyrir tilstilli nokkurra félagasamtaka á Norðurlöndum, þar á meðal Landvernd, sem hlutu styrk til verkefnisins frá Norrænu ráðherranefndinni. Nemendur þurfa einungis að greiða ferðakostnað og hér er því um einstakt tækifæri að ræða. Umsóknarfrestur er til 20. janúar nk. Nánari upplýsingar eru að finna í viðhengi og hlekk á umsóknina má finna hér.