Stjórn Landverndar ákvað nýverið að fjölga í stjórn Alviðru, úr þremur fulltrúum í fimm. Stjórn Alviðru er nú þannig skipuð: Auður I. Ottesen, gjaldkeri, Kristín Vala Ragnarsdóttir, fulltrúi stjórnar Landverndar, Margarita Hamatsu, Sigurður Árni Þórðarson, ritari, og Tryggvi Felixson, formaður.
Líflegt í Alviðru
Með vorinu lifnar Alviðra við eftir vetrardvala. Sjálfboðaliðar SEEDS mæta um miðjan apríl og vinna við endurbætur á fjósinu og fleira. Grenndargarðurinn tekur til starfa í maí og stangveiðimenn fjölmenna á bakka Sogsins. Skólarnir eru boðnir velkomnir með sumarkomu og opið hús verður fyrir kennara 25. apríl. Í sumar verður svo fjölþætt opin fræðslu- og upplifunardagskrá sem lýkur með uppskeruhátíð í september.
Verið velkomin í Alviðru.