Nýju sumri fagnað

Landverndarfólk fagnaði sumri með heimsókn á Bessastaði.
Frábær stund á Bessastöðum á sumardaginn fyrsta.

Á sumardaginn fyrsta átti Landverndarfólk góða stund á Bessastöðum þar sem Guðni forseti bauð fólk velkomið með kaffi og kleinum. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, nýr formaður Landverndar, afhenti Guðna ársrit Landverndar en þar má sjá skýrslu um starfsemina á síðasta starfsári.

Síðan lá leiðin út á Bessastaðanes. Þar var hugað að fuglum og gróðri og sagðar sögur af svæðinu.  Sérhver arða af rusli var tínd og stærri hlutir einnig fjarlægðir.

Heimsóknin var sannarlega góð byrjun á nýju sumri – sem vonandi reynist okkur öllum gott og farsælt. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd