Námsefni um vatn fyrir Dag íslenskrar náttúru

Á síðasta ári útbjó Námsgagnastofnun safnvefinn Dagur íslenskrar náttúru, í samvinnu við Landvernd. Nýtt efni um vatn bættist við vefinn í ár í tilefni dagsins.

Á síðasta ári útbjó Námsgagnastofnun safnvefinn Dagur íslenskrar náttúru, í samvinnu við Landvernd. Þar má finna áhugaverðan fróðleik og skemmtileg verkefni sem nota má í skólum og víðar í tilefni dagsins. Nýtt efni um vatn bætist við vefinn í ár, en Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur og kennari útbjó umfjöllun og verkefni um heitt og kalt vatn. Þar er jafnframt að finna hugleiðingar Ómars Ragnarssonar: Ísland – land og þjóð vatnsins. Landvernd fagnar þessari viðbót við vefinn og gjöfulu samstarfi við Námsgagnastofnun.

Lesa má meira um Dag íslenskrar náttúru á vef stjórnarráðsins og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Skoða verkefnavef

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd