Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands efna til opins fundar mánudaginn 16. október um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum.
Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða spurðir um stefnu þeirra varðandi tvö meginmál:
1) Stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands, hver er stefna framboðsins?
2) Hvernig skal vernda lífríki hafsins – hér heima og á alþjóðavettvangi – gegn mengun, súrnun, og öðrum skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga?
Að kynningum loknum munu fundargestir fá tækifæri til að spyrja fulltrúa stjórnmálaflokkanna spurninga úr sal um stefnu þeirra í umhverfis- og náttúruverndarmálum.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á Facebook.
“