Óskað eftir verkefnisstjóra hálendisverkefnis

Auglýst er eftir verkefnisstjóra í hálendisverkefni Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands auglýsa eftir verkefnisstjóra til að stýra nýju og spennandi verkefni samtakanna fyrir verndun hálendisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Starfið felst m.a. í skipulagningu viðburða, þekkingaröflun og miðlun um málefni hálendisins í samvinnu við hagsmunaaðila úr ólíkum áttum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa sem fyrst og ráðið er til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Umsóknarfrestur er til 5. janúar n.k.

Nánari upplýsingar má finna í viðhengi.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd