Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíói

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíói

Samstarfsfélögin í Hjarta landsins verkefninu, Landvernd, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4×4 og Samút hafa ákveðið að boða til hálendishátíðar í Háskólabíói ásamt Framtíðarlandinu og Náttúruverndarsamtökum Íslands.

Hátíðin fer fram í stóra sal Háskólabíós þann 16.apríl nk. kl 20:00 og frítt verður inn

Fluttar verðar örræður af ólíkum ræðumönnum- og konum, sýnd verða örviðtöl við þjóðþekkta einstaklinga á myndbandi og flutt skemmtiatriði. Gleðin verður allsráðandi þetta kvöld og viljum við hvetja Íslendinga alla til að sameinast með okkur og standa vörð um hálendi Íslands sem er okkur svo kært og mikilvægt.

Amabadama og Andri Snær eru meðal listamanna sem fram koma þetta kvöld.

Deildu viðburðinum sem víðast og stöndum saman vörð um hálendið- hjarta landsins!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd