Parísarsamkomulagið

Parísarsamkomulagið veitir von um að samhent átak þjóða heims megi sporna gegn þessari þróun. Landvernd vill að þjóðir heims haldi hlýnun jarðar innan við 1,5°C miðað við iðnbyltingu og telur að Ísland verði að stefna að kolefnishlutleysi hið allra fyrsta. 

Ef þjóðir heims takast ekki strax á við loftslagsvandann af festu mun hlýnun valda miklum breytingum á heiminum eins og við þekkjum hann í dag.
Jöklar munu bráðna, sjávaryfirborð hækka, sjórinn súrna, styrkur fellibylja aukast, tegundir lífvera hrekjast af búsvæðum sínum, mörg þurr svæði í heiminum munu þorna enn frekar og svona mætti lengi telja.

Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif þessa eru gífurleg og pólitískur stöðugleiki minnka með hættu á frekari stríðsátökum.

Parísarsamkomulagið veitir von um að samhent átak þjóða heims megi sporna gegn þessari þróun. Landvernd vill að þjóðir heims haldi hlýnun jarðar innan við 1,5°C miðað við iðnbyltingu og telur að Ísland verði að stefna að kolefnishlutleysi hið allra fyrsta.

Parísarsamningurinn svokallaði, sem flest ríki heims hafa samþykkt, hefur það að markmiði að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C miðað við meðalhitastig við upphaf iðnvæðingar, en jafnframt skuli leitast við að halda hækkuninni undir 1,5°C. Þá miðar samningurinn að því að efla getu ríkja til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga með aðlögun og stuðningi þróaðra ríkja við þróunarríki og viðkvæmari lönd. Parísarsamningurinn gefur því von um betri heim.

Landvernd lætur sig loftslagsmál miklu varða og beita sér á sviði stefnumótunar ríkis og sveitarfélaga.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd