Plöntugreining í Alviðru 12. ágúst

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Sunnudaginn 12. ágúst kl. 13-16 býður Landvernd upp á plöntugreiningarnámskeið í Alviðru í Ölfusi.

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 13-16 býður Landvernd upp á plöntugreiningarnámskeið í Alviðru í Ölfusi.

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri. Ef þið eigið plöntuhandbók þá er gott að kippa henni með. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rannveig Thoroddsen líffræðingur. Rannveig hefur áralanga reynslu af plöntugreiningu og kennslu.

Hisst verður í Alvirðu kl. 13:00. Gengið verður um svæðið og plöntur og plöntusamfélög skoðuð. Klæðið ykkur eftir veðri.

Skráning á námskeiðið er á netfangið: eirikurv@hi.is og þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.

Alviðra er fræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi, rétt sunnan við Þrastarlund. Beygt er af þjóðvegi 1 rétt vestan við Selfoss og beygt til vinstri rétt áður en komið er að brúnni yfir Sogið (við Þrastarlund).

Verið velkomin í Alviðru.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top