Ráðið hefur verið tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra Landverndar

Salome Hallfreðsdóttir, sérfræðingur á Landvernd til fimm ára, hefur verið ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Landverndar, en starfið verður auglýst til umsóknar í byrjun næsta árs.

Ráðið hefur verið tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra Landverndar.

Salome Hallfreðsdóttir, sérfræðingur á Landvernd til fimm ára, hefur verið ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Landverndar, en starfið verður auglýst til umsóknar í byrjun næsta árs.

Salome er náttúrufræðikennari og umhverfisfræðingur að mennt. Hún lauk B.Ed. gráðu í kennslu náttúrugreina í Kennaraháskóla Íslands árið 2005 og árið 2011 lauk hún M.Sc gráðu í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Einnig hefur hún lokið diplómanámi í ferðamálafræði þar sem námið byggir á hugmyndafræði sjálfbærrar ferðamennsku, og er auk þess með landvarðarréttindi.

Salome hefur gegnt ýmsum störfum í gegnum tíðina og hefur m.a. starfað sem raungreinakennari, leiðsögumaður, unnið við skógrækt og við þróun umhverfisstjórnunarkerfa. Salome sat í stjórn Félags umhverfisfræðinga á árunum 2014-2016 og hefur setið í námsnefnd félagsins frá árinu 2012.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd