Vogarafl - valdefling ungmenna í fræðilegum umhverfisaktívisma

Verkefni þetta vinnur Landvernd í samstarfi við Rannsóknarsetrið á Hornafirði og Unga Umhverfissinna.

Vogarafl er tilraun til að finna mikilvæg samlegðaráhrif milli fræðilegs starfs og aktivisma, þar sem styrkleikar beggja hliða sameinast án þess að skerða eiginleika annars hvors. Fleiri og fleiri ungir, ástríðufullir aðgerðarsinnar hafa nú fræðilegan bakgrunn sem þeir eru farnir að nota í aðgerðum sínum innan félagasamtaka á nýstárlegan hátt.

Markmið verkefnisins er í sjálfu sér fremur opið en það má vera um hvaða málefni sem er tengt loftslagsvá eða náttúruvernd. Verkið verður síðan sett fram hátt sem hægt eða miðla til almennings.

FASI 3

Við erum að vinna að stuttri heimildarmynd um líf ungra umhverfisaktivista og afhverju okkar kynslóð er að láta í sér heyra 

Loftslagsbreytingar hafa djúp áhrif á ungt fólk – þau horfast í augu við óvissu um framtíðina en láta ekki bugast. Þau rísa upp með krafti, krefjast aðgerða og berjast fyrir réttlæti og sjálfbærni. Þau eru vonin, röddin og breytingin sem heimurinn þarfnast. 

Nú þegar höfum við safnað myndefni frá árlegu Loftslagshátíðinni og á næstu vikum ætlum við að taka fleiri tökur og áhrifarík viðtöl við ungt fólk um baráttu þess og framtíðarsýn. Þetta tækifæri fyrir ungt fólk til að taka þátt í einhverju sem skiptir máli fyrir framtíðina okkar allra. 


 

 





 Hér að neðan má finna önnur nýleg verkefni frá Rannsóknarsetri Hornafjarðar þar sem listrænir aðgerðarsinnar fara nýstárlegar leiðir

 

Fræðsluefni um jökla og umhverfisskilning til notkunar í ferðum með áherslu á  vísindi.

2124

safn verka sem kanna hvernig hljóð, tónlist og hlustun tengjast vistfræðilegum samskiptum

Breiðamerkurjökull 2121

Sýnir í fallegum ljósmyndum hop jökulsins

Þessi rannsókn kannar hvernig ungt fólk á Íslandi bregst við upplýsingum um loftslagsbreytingar í gegnum hljóð- og myndmiðla. Stutta heimildarmyndin After Ice var hér notuð sem hugvekja í hóprýni. Þetta var fyrsti áfangi verkefnisins LEVERAGE (VOGARAFL) sem miðar að því að styðja við  fræðslu og þátttöku ungmenna í loftslagsmálum. Rannsóknin kannar hvernig ungir áhorfendur skilja og bregðast við sjónrænum skilaboðum um loftslagsmál. Búist var við mismunandi viðbrögðum, allt frá virkni og von til vonleysis og uppgjafar. Líta má til niðurstaðna  ransóknarinnar þegar fræðsluefni er hannað sem stuðlar að íhugun, tilfinningalegu jafnvægi og jákvæðum aðgerðum í loftslagsmálum. Með því að nota Q-aðferðafræðina kannaði rannsóknin sameiginleg sjónarmið  fimmtíu og þriggja  þátttakenda á aldrinum 15–20 ára. Leitað var eftir bæði hugrænu og tilfinningalegu mynstri í því hvernig ungt fólk tekur þátt í umræðunni um loftslagsmál.

Greiningin benti á fjögur mismunandi áhorfendasnið: 

Aðgerðarsinna, efahyggjumenn, loftslagsþreytta raunsæismenn og áhugasama raunsæismenn 

Saman sýna þessi snið að loftslagslæsi ungmenna er meira en þekking á staðreyndum. Það felur einnig í sér tilfinningalegan skilning, sjálfstraust og félagslega íhugun.

Niðurstöður undirstrika þörf á að nýta mismunandi leiðir til að breiða út seiglu og þekkingu til að takast á við loftslagsáskoranir framtíðarinnar.

 

Klaki við jökullón, loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á líf okkar. landvernd.is