Sameinum kraftana – samráð náttúruverndar á Íslandi

Laugardaginn 10. febrúar stendur Landvernd fyrir samráðsfundi náttúruverndar sem ber yfirskriftina „Sameinum krafta – Samráð náttúruverndar á Íslandi“. Á fundinum er ætlunin að stilla saman strengi náttúruverndarbaráttu á Íslandi, styrkja tengingar á milli fólks og félaga og stuðla að aukinni samvinnu.

Fundurinn fer fram í salnum Miðgarði í Úlfarsárdal (á svæði sundlaugarinnar og bókasafnsins). Fundurinn stendur frá klukkan 13-16 og hefst á erindum um stærstu mál samtímans og samvinnu kynslóðanna.

Eftir kaffi fer fram þjóðfundarumræða um náttúruvernd, þar sem viðstaddir kortleggja brýnustu málefni náttúruverndarbaráttu nútímans.

Niðurstaða fundarins verður kynnt og ályktun fundar borin upp. Strax að fundi loknum býður Landvernd fundargestum í sund í Dalslaug, sem vill svo vel til að er í sama húsi og fundurinn fer fram.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á fundinn og vonumst til að sjá sem flest.

Skráningu er lokið. 

 

Dagskrá:

13:00 – 13:40

Ávarp
 Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar

Þetta getum við saman
 Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

Hvað getur Ísland?
 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands

Máttur orða og myndlíkinga í þágu náttúnnar
 Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna

Aldin og umhverfið
 Halldór Reynisson, félagi Aldins (eldri aðgerðasinna)

Af meintri tilvistarkreppu náttúruverndarhreyfingarinnar 
Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða

Hvað er VÍN? 
Sveinn Runólfsson formaður VÍN

13:40 – 15.00


Þjóðfundur náttúruverndar.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir stýrir.

Kaffihlé

15.20 – 15.55

Uppgjör þjóðfundar

Rakel Hinriksdóttir frá SUNN
Guðrún Óskarsdóttir frá NAUST
Þorgerður María, niðurstaða fundarins borin upp

15.55 – 16.00

Fundarslit
 Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

16.00

Landvernd býður í sundlaugina
í Úlfarsárdal.


Hvernig upplifir ungt fólk hálendið? – Listasýning

Á meðan viðburðinum stendur verða til sýnis verk ungmenna sem fóru í 4 daga ferð inn á hálendi Íslands síðasta sumar á vegum Landverndar í samstarfi við skátana og Ferðafélag Íslands. Verkin eru túlkun þeirra á upplifun sinni af hálendinu í fjölbreyttu formi, ljósmyndir, vatnslitamyndir, ljóð, smásaga og myndband.

Hópurinn dvaldi í Hvanngili í þrjár nætur og farið um syðsta hluta hálendisins frá Markarfljóti að Eldgjá. Samtals gengu þau rúmlega 50 km og helstu undur svæðisins voru skoðuð og mynduð. Eldgjá, Rauðibotn, Hólmsárlón, Markarfljótsgljúfur, Strútur og Strútslaug, Mælifell og Mælifellssandur og Torfahlaup.

Ungmennin sem tóku þátt eru Þórir Snær Sigurðsson, María Fönn Frostadóttir, Svava Dröfn Davíðsdóttir, Úlfhildur Lokbrá og Oddur Auðunsson

Staðsetning

Salurinn heitir Miðgarður. Húsið heitir Miðdalur.

Heimilisfangið er Úlfarsbraut 122-124, best að stimpla inn Úlfarsbraut 124 í Google Maps.

Mjög gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða frá bílastæði við aðalinngang, önnur bílastæði eru við Framheimilið eða Dalskóla. Hjólastæði eru við norðurhlið hússins. Lyfta er í húsinu.

Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó, leið 18.