Við gerð nýrrar samgönguáætlunar virðist því miður ekki hafa verið gætt að því að hafa nýjustu gögn og rannsóknir til viðmiðunar: Minni losun gróðurhúsalofttegunda, sparnaður á fjármunum ríkisins og fjármunum einstaklinga, heilsufarskostnaður eða umhverfisáhrif hafa ekki verið höfð að leiðarljósi við samningu frumvarpsins, heldur er hugsunarháttur gamla tímans allsráðandi þar sem einkabíllinn og þungaflutningar eru í forgangi fram yfir almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi.
Því telur Landvernd að algjör viðsnúningur þurfi að verða á samgönguáætlun þar sem hagsmunir umhverfis, lýðheilsu og framtíðarkynslóða skuli vera í forgrunni.