Samspil ferðaþjónustu og náttúruverndar

Ferðaþjónustan er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins og á ríkan þátt í að halda uppi góðum lífskjörum.
Það eru takmörk fyrir því hve marga ferðamenn náttúra landsins og samfélagið okkar getur borið með góðu móti. Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri Landverndar og Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, óska eftir skýrri stefnu um ferðaþjónustu á Íslandi.

Náttúra Ís­lands og ferða­þjónustan eru tvær hliðar á sama peningi. Ferða­menn koma til Ís­lands fyrst og fremst til að njóta náttúru landsins, lands­lags og víð­erna. Ferða­þjónustan er orðin mikil­vægasta at­vinnu­grein landsins og á ríkan þátt í að halda uppi góðum lífs­kjörum. Spillum við náttúrunni spillum við fjör­eggi ferða­þjónustunnar og mögu­leikum komandi kyn­slóða til að afla sér lífs­viður­væris.

Ferða­þjónustan nýtur al­mennt vin­sælda. Hún kom Ís­lendingum upp úr hruninu og er ó­metan­legt fram­lag til hag­sældar í landinu.

Það eru mörk fyrir því hve marga ferða­menn náttúra landsins og sam­fé­lagið okkar getur borið með góðu móti. Ferða­mála­ráð spáir því að fjöldi er­lendra ferða­manna sem sækja Ís­land heim verði 2,9 milljónir árið 2025 og að þeir geti orðið 3,5 milljónir árið 2030. Í á­ætlunum sem kynntar voru á ný­legum fundi Isavia er gert ráð fyrir 2,2 milljónum ferða­manna árið 2023, sem er svipað og árið 2018.

Orku­skipti í ferða­þjónustu

Ný­leg orku­skipta­spá Orku­stofnunar (OS) byggir á spá Seðla­bankans um hóf­lega aukningu. Þar er gert ráð fyrir 2,1 m. ferða­manna 2024, 2,3 m. 2025 og 2,5 m. 2030. Þar segir að fjöldi ferða­manna hafi á­hrif á orku­notkun bæði vegna milli­landa­flugs og fjölda bíla­leigu­bíla.

Losun gróður­húsa­loft­tegunda vegna er­lendra ferða­manna á Ís­landi er um­tals­verð nú þegar. Miðað við framan­greinda spá OS mun orku­þörf og losun gróður­húsa­loft­tegunda (GHL) aukast veru­lega á Ís­landi vegna fjölgunar ferða­manna á næstu árum. Í spá OS, þar sem vaxandi orku­þörf fyrir flug­véla­elds­neyti yrði mætt með ra­f­elds­neyti sem fram­leitt yrði innan­lands, þyrfti um 400 GWh. af raf­orku á ári. Það sam­svarar um 1/5 af nú­verandi raf­orku­fram­leiðslu.

Á sama tíma er gert ráð fyrir að vaxandi fjöldi skemmti­ferða­skipa komi til landsins. Þeirri starf­semi fylgir bæði losun gróður­húsa­loft­tegunda og aukið álag á vin­sælustu ferða­manna­staðina.

Frá árinu 2005 til 2022 er á­ætlað að losun gróður­húsa­loft­tegunda vegna sölu á flug­véla­elds­neyti til milli­landa­flug­véla hafi rúm­lega tvö­faldast. Þrátt fyrir spár um vaxandi notkun ra­f­elds­neytis er reiknað með losunin lið­lega þre­faldist miðað við árið 2005 fram til ársins 2030.

Á­lagið á ís­lenska náttúru mun einnig vaxa vegna þess að byggja þyrfti fleiri orku­ver til að mæta eftir­spurn eftir inn­lendu ra­f­elds­neyti svo hægt verði að þjóna ferða­mönnum.

Álag á vinnu­markað og sam­fé­lag

Gangi framan­greindar spár eftir vex álag á ferða­manna­staði og vega­kerfi um­tals­vert. Spurning hvort upp­lifun ferða­manna verður jafn já­kvæð og fram til þessa ef fjöldinn vex enn frekar.

Á­hrifin á ís­lenskt sam­fé­lag, vinnu­markað og efna­hags­líf eru annar fylgi­fiskur aukins ferða­manna­straums til landsins. Þótt ferða­þjónusta sé mikil­væg at­vinnu­grein má færa hald­góð rök fyrir því að ekki sé æski­legt að hag­sæld Ís­lendinga verði að veru­legu leyti að­eins undir vel­gengni hennar komin. Þá er vafa­samt að mikil fjölgun ferða­manna og lang­tíma hagur ferða­þjónustunnar sem at­vinnu­greinar fari saman. Víða um heim hafa áður vin­sælir ferða­manna­staðir misst að­dráttar­afl vegna of mikils fjölda gesta. Meðal­vegurinn í þessu efni getur verið vand­rataður en með sam­vinnu yfir­valda og fag­fólks í ferða­þjónustunni á að vera hægt að finna leið þar sem allir aðilar, ferða­þjónustan og er­lendu gestirnir okkar, ná í senn að nýta og njóta.

Það er deginum ljósara að vaxandi fjölda ferða­manna fylgja margar og erfiðar á­skoranir. Ýmis­legt hefur verið gert til að auka af­kasta­getu á vin­sælustu ferða­manna­stöðunum. Hingað til hefur hins vegar lítið sem ekkert verið gert til að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda vegna ferða­þjónustunnar.

Gæðin í önd­vegi

Til þess að tak­marka losun gróður­húsa­loft­tegunda er sú að­gerð skjót­virkust að stöðva eða tak­marka fjölgun ferða­manna. Fjölda­tak­markanir bæta einnig for­sendur fyrir verndun náttúru landsins, auka gæði þjónustu og upp­lifunar gesta okkar. Hafnar­mann­virki og flug­vellir eru inn­gangurinn að Ís­landi – mann­virki í eigu al­mennings. Til að tak­marka fjölgun ferða­manna á Ís­landi geta eig­endur, við Ís­lendingar, beitt sér með mark­vissum hætti. Einnig má beita hag­rænum stýri­tækjum. Það síðar­nefnda, ef marka má reynsluna af til­lögum um komu­gjald, yrði afar um­deilt. Það er ekki hald­bært til lengdar að láta kylfu ráða kasti í þessum efnum og tíma­bært að marka stefnu um há­marks fjölda ferða­manna og reiða fram að­gerða­á­ætlun til sam­ræmis. Stjórn­völd verða að taka af skarið, móta bæði stefnu og leið, áður en það verður of seint.

Við sem erum eldri en tvæ­vetur munum að græðgin hefur stundum leikið Ís­lendinga grátt með skelfi­legum af­leiðingum. Of­veiði hefur leitt til að fiski­stofnar hrundu og landið var og er víða illa leikið vegna of­beitar. Þetta eru víti til varnaðar og við verðum að gæta þess að ferða­þjónustan falli ekki í þennan sama pytt.

Ís­land er í rauninni undra­land, náttúru­perla, og við Ís­lendingar berum á­byrgð á að hún haldi á­fram að vera það. For­senda þess að ferða­þjónustan haldi á­fram að vaxa og dafna um allt land á næstu árum er sú að við vöndum okkur, höfum náttúru­vernd, gæði, öryggi og fag­mennsku að leiðar­ljósi. Þá mun okkur vel farnast.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2023. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd