Samþykktar ályktanir aðalfundar Landverndar 2023

Hrúthálsar eru afskekktur fjallgarður sem liggur sunnanvert í Herðubreiðarfjöllum
Hrúthálsar

Hér að neðan er að finna samþykktar ályktanir frá aðalfundi Landverndar 19. apríl 2023

Vatnajökull - orkuskiptin eiga ekki að vera í trássi við náttúruvernd.

Samþykkt ályktun - Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og verndun hálendisins

Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og verndun hálendisins

Samþykkt ályktun - Loftslagsmál

Aðalfundur Landverndar gagnrýnir ríkisstjórn Íslands fyrir andvaraleysi og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum er í engu samræmi við umfang vandans. Þá eru markmið og áætlanir í hinum ýmsu málaflokkum, til dæmis samgöngumálum, ekki samræmdar markmiðum í loftslagsmálum.

Samþykkt ályktun - Vistmorð
Frá: Kristínu Völu Ragnarsdóttur

Aðalfundur Landverndar ályktar að ríkisstjórnin leggi til við aðildarríki Alþjóðlega sakamáladómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem 5. glæpurinn gegn friði. Einnig að ríkistjórnin beiti sér fyrir því að sambærilegar tillögur séu ræddar og afgreiddar innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Norðurlandaráðs.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd