Sunnudaginn 26. ágúst kl. 17 mun landvörður í Alviðru leiðir gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.
Gangan hentar öllum aldurshópum og tekur tvær stundir. Þátttakendur safnast saman í Alviðru í Ölfusi. Til að komast þangað af þjóðvegi 1 er beygt rétt áður en komið er að Selfossi (frá Reykjavík) inn með Ingólfsfjalli í áttina að Þrastarlundi og Grímsnesi. Alviðra er næsti bær á vinstri hönd áður en komið er að Þrastarlundi.
Landvernd býður öllum sem áhuga hafa á að nýta sér fræðsludagskrána í Alviðru í sumar og njóta fallegrar og gróskumikillar náttúru í sumarlok. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri. Enginn aðgangseyrir.