Sjókvíaeldi – ályktun í kjölfar aðalfundar 2024

Núverandi umgjörð um sjókvíaeldi er óviðunandi þar sem lagaumhverfi virðist aðlagað að þörfum eldisiðnaðarins en ekki á grunni náttúrunnar eða sjálfbærni.

Sjókvíaeldi er áberandi og vaxandi iðnaður á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Íslenskir firðir eru þjóðareign. Nýting þeirra verður að vera sjálfbær og í almannaþágu. Íslendingar eiga að ákveða hvers konar álag á náttúru er ásættanlegt og allur iðnaður á að laga sig að því.

Núverandi umgjörð um sjókvíaeldi er óviðunandi þar sem umhverfisáhrif eru margvísleg og varanleg en lagaumhverfi virðist aðlagað þörfum eldisiðnaðarinsNotkun greinarinnar á hugtakinu sjálfbærni er grænþvottur.

Setja þarf lög um eldið með vistkerfisnálgun og mælanleg markmið fyrir umhverfi og lífríki. Gefa þarf nýjum lögum tíma til reynslu og óháður eftirlitsaðili þarf að annast mat á árangri. Á meðan verði engin frekari leyfi gefin út. Standist eldisiðnaðurinn ekki viðmið um áhrif á umhverfi sitt skulu vera ströng viðurlög og varða framleiðsluskerðingu eða leyfissviptingu. Tímamörk á leyfisveitingum eru nauðsynleg.

Landvernd lýsir einnig yfir eindregnum stuðningi við baráttuna gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði. 

Ekki náðist full samstaða um orðalag ofangreindrar ályktunar á aðalfundi Landverndar 23. maí 2024.  Efni hennar var vísað til stjórnar til frekari úrvinnslu, sem hér birtist. 

Smelltu á myndina til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd