Vertu í liði með náttúrunni og nældu þér í skattaafslátt

Landvernd er almannaheillafélag. Þess vegna geta einstaklingar og fyrirtæki fengið skattaafslátt sjálfkrafa, gerist þau félagar eða styðji fjárhagslega við Landvernd.
Landvernd er málsvari náttúrunnar. Ef þú leggur okkur lið með því að gerast félagi eða með einstökum styrkjum getur þú fengið skattaafslátt. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta fengið skattaafsláttinn. Landvernd sér um að koma upplýsingunum til skattsins.

Landvernd er frjáls félagasamtök sem treystir á stuðning náttúruunnenda til að geta staðið vörð um náttúru Íslands. En Landvernd er líka almannaheillafélag og þess vegna geta þeir sem styrkja Landvernd með mánaðarlegum greiðslum eða stökum styrkjum fengið skattaafslátt. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta fengið afsláttinn. Landvernd sér um að koma upplýsingum til skattsins, þær birtast sjálfkrafa á rafrænu framtali hvers árs.

Dæmi:

  • Einstaklingur í mið-skattþrepi styrkir Landvernd mánaðarlega um 2.000 krónur. Hann fær skattafslátt og greiðir í raun aðeins 1.241 kr. á mánuði.
  • Fyrirtæki sem styrkir Landvernd um 500.000 krónur á ári lækkar tekjuskattinn um 100.000 kr.

Dæmin að ofan miðast við meðal-skattþrep einstaklings og 20% skattprósentu fyrirtækis, sjá reglur skattsins.

Skattaafslátturinn er í formi frádráttar frá tekjuskattstofni að hámarki 350.000 hjá einstaklingi og 700.000 hjá hjónum.

Fyrirtæki geta nýtt skattaafsláttinn fyrir styrki sem nema allt að 1,5% af tekjuskattstofni. 

Til að nýta skattaafsláttinn getur þú gerst félagi í Landvernd eða styrkt okkur á annan hátt

Ef þú vilt frekari upplýsingar, endilega sendu okkur línu á landvernd@landvernd.is.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd