Raflínuskipulag

Mikilvægt að staða skipulagsstofnunar verði ekki veikt

 Stjórnin leggst alfarið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í uppfærðu frumvarpi og telur nauðsynlegt að skipulagsstofnun haldi formennsku í raflínunefndum sem og að umhverfisverndarsamtök fái fulltrúa.

Stjórn Landvernd hefur velt því fyrir sér hvort ekki þurfi að huga betur að vægi atkvæða í áformaðri raflínuskipulagsnefnd. Í vissum tilfellum fer sú lína sem til umfjöllunar er að megin hluta um eitt sveitarfélag og hefur þar mikil áhrif, en hefur lítil sem engin áhrif á önnur sveitarfélög sem eiga fulltrúa í nefndinni.

Það mætti því hugsa sér að atkvæði sveitarfélaga væru vegin miðað við hversu stór hluti þeirrar framkvæmdar sem til umfjöllunar er sé innan þeirra marka

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd