Skrokkalda

Skrokkalda er í hættu vegna virkjanaáforma, landvernd.is
Skrokkalda

Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi og nýta þannig fallhæð milli Hágöngulóns og Kvíslaveitu austan Þjórsárvera. Stærsti hluti mannvirkja verður neðanjarðar, en þó verða einhver ofanjarðar, m.a. frárennslisskurður. Leggja þarf háspennulínu um 60 km leið, en gert er ráð fyrir að það verði jarðstrengur. Áhrif Skrokkölduvirkjunar eru fyrst og fremst sem mannvirki í hjarta hálendisins þar sem helsta ferðaleið fólks um hálendið liggur. Áhrifin eru því neikvæð á hálendið sem heild og ímynd þess fyrir ferðaþjónustu og útivist í landinu. Skrokkölduvirkjun er í kostnaðarflokki 3 af 5.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd