Staðreyndir í Bakkalínumáli

Tímalína sem sýnir atburðarás í Bakkalínumálinu.

Staðreyndir í Bakkalínumáli – tímalína

 

Nóv 2010 Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat v. álverksmiðju, Bakkalína og virkjana gefið út – ekki kæranlegt.

Mars 2011 Fjölmiðlar greina frá viðræðum Landsvirkjunar við PCC vegna kísilverksmiðju.

Júní 2011 Viðræður PCC við Norðurþing hefjast formlega.

Okt 2011 Hætt endanlega við álver á Bakka.

Júní 2012 Fyrsti orkusamningur (52 MW) Landsvirkjunar og PCC undirritaður með fyrirvara – varð ekki virkur en viðræður héldu áfram 2013 eftir að Landsvirkjun bauð betri kjör.

Apríl 2013 Alþingi heimilar skattaívilnanir til PCC og hafnar- og vegaframkvæmdir vegna Bakka.

Okt 2013 PCC semur við Siamag um byggingu kísilverksmiðju, fyrirhugar að hefja rekstur 2016.

Nóv 2013 Skýrsla Metsco í Kanada um fýsileika jarðstrengja á Íslandi kynnt af Landvernd.

Feb 2014 Landsnet undirritar samning um Bakkalínur og tengingu PCC.

Mars 2014 Annar orkusölusamningur  (52 MW) Landsvirkjunar og PCC undirritaður – hann varð ekki virkur, heldur sá þriðji sem undirritaður var í mars 2015.

Mars 2015 Krafa Landverndar um nýtt umhverfismat raflína sett fram vegna gjörbreyttra forsenda, m.a. þess að kísilver þarf mun minna rafmagn en álver og jarðstrengir voru ekki kannaðir í umhverfismatinu.

Mars 2015 Landsnet undirritar samning um að afhenda orku til PCC 1. nóv 2017 með frestákvæði. Þetta gaf Landsneti 2,5 ára tímaramma til að klára verkefnið, sem verður að teljast knappur tími þegar litið er til þess að ekki var búið að semja við alla landeigendur og eftir var að afla framkvæmdaleyfa, sem eru kæranleg.

Sept 2015 Landsnet óskar eftir úrskurði iðnaðarráðherra um eignarnám í landi Reykjahlíðar vegna þess að ekki vildu allir landeigendur raflínu yfir land sitt. Ekki er búið að heimila eignarnám.

Jan 2016 Landsnet byrjar að bjóða út verk og búnað fyrir raflínur til Bakka.

Mars 2016 Landsnet sækir um fjögur framkvæmdaleyfi til Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Norðurþings, heilu ári eftir að gengið er frá samningi við PCC.

Apr-jún 2016 Norðurþing, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur veita fjögur framkvæmdaleyfi – fyrst hér geta Landvernd og Fjöregg kært og látið reyna á ákvarðanir sveitarfélaganna og umhverfismatið (kæruréttur virkjast).

Maí-júlí 2016 Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit kæra veitingu framkvæmdaleyfanna.

Jún-ágú 2016 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvar framkvæmdir við Bakkalínur að hluta þar til úrskurðað verður í málunum. Vegna meðalhófs eru framkvæmdir ekki stöðvaðar á allri línuleiðinni.

5. sept 2016 Landsnet verður við beiðni Landverndar og fer um fyrirhugað framkvæmdasvæði með fulltúum Landverndar og Fjöreggs.

13. sept 2016 Ríkisstjórnin hefur afskipti af málinu og boðar Landvernd m.a. á fund. Fjöregg var aldrei boðað á fund ríkisstjórnar.

19. sept 2016 Ríkisstjórnin býður Landvernd sátt sem byggir á lítilsháttar tilfærslu mastra, en engar lausnir voru kynntar sem gera ráð fyrir jarðstrengjum eða öðrum línuleiðum.

21. sept 2016 Ríkisstjórnin leggur fram lagafrumvarp á Alþingi um að leyfa Bakkalínur – kæruréttur tekinn af umhverfisverndarsamtökunum, þvert á alþjóðasamninga. Þrjár vikur eru í úrskurð úrskurðarnefndarinnar.

27. sept 2016 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tilkynnir að hún muni væntanlega úrskurða í málunum 10.-14. október n.k. eða eftir 2 vikur.

27.-28. sept 2016 Atvinnuveganefnd Alþingis fjallar um málið og fær til sín gesti.

28. sept. 2016 Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd senda Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kæru vegna brots á réttindum umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila.

Sækja tímalínu

 

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd