Stærsta baráttumálið

Hjarta landsins er í hættu! Höfnum stóriðjulínum og verndum miðhálendið, landvernd.is
Hjarta landsins er í hættu! Höfnum stóriðjulínum og verndum miðhálendið, landvernd.is

Í könnun sem Gallup gerði fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands í mars sl. sögðust rúm 60% aðspurðra á þeirri skoðun að stofna ætti þjóðgarð á miðhálendinu. Einungis 12% voru andvíg hugmyndinni. Stuðningur almennings við þjóðgarð, sem er þvert á stjórnmálaflokka, hefur aukist um rúm 5 prósentustig frá sambærilegri könnun í október 2011.

Valkostir um framtíð hálendisins

Orkufyrirtækin hafa óskað eftir um 15 nýjum virkjunum á miðhálendinu, Landsnet vill reisa háspennulínu í lofti yfir Sprengisand og hugmyndir eru um uppbyggða vegi yfir Kjöl og Sprengisand. Þessar framkvæmdir hefðu óafturkræf áhrif á sérstöðu miðhálendisins sem lítt snortins víðernis með einstöku landslagi. Valkostirnir eru því skýrir: Að hlífa hálendinu og vernda það eða leyfa þessar framkvæmdir. Samstaða um vernd hálendisins er því gríðarlega mikilvæg.

Mikil andstaða við Sprengisandslínu

Í könnun Gallup í mars sl. sögðust 43% aðspurðra vera andvíg háspennulínu yfir Sprengisand, en eingöngu 25% styðja slík áform. Andstaðan við háspennulínu yfir Sprengisand hefur því aukist um 7,5 prósentustig frá sambærilegri könnun sem var gerð árið 2012 og stuðningur við áformin að sama skapi dregist saman.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd