Í gær skrifuðu Bókaútgáfan Stilla og Landvernd undir samkomulag sem felur í sér að 5% af söluandvirði nýrrar bókar, UNIQUE ISLAND, eftir Kristján Inga Einarsson ljósmyndara mun renna til Landverndar. Útgáfuhófið fór fram í bókabúð Eymundsson í Austurstræti í Reykjavík undir harmónikkuleik Reynis Jónassonar.
Kristján Ingi hefur tekið ljósmyndir frá unga aldri og er þetta er sjötta landkynningarbók hans þar sem hann leggur áherslu á að sýna kyrrðina í óspilltri náttúru Íslands.
Af þessu tilefni gerði Kristján Ingi grein fyrir bók sinni og ástæðu þess að hann ákvað að láta hluta söluandvirðisins renna til náttúruverndar: „Ég vildi gefa tilbaka til íslenskrar náttúru sem hefur gefið mér svo mikið og fóstrað mig í áratugi. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér eðlilegast að gefa hluta af söluandvirði hverrar bókar til Landverndar, framsækinna samtaka sem vinna eftir hugsun í náttúruvernd sem er mér að skapi„.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar sagði það mikið gleðiefni að fleiri og fleiri leggðust á árar náttúruverndar: „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á starfi okkar og við erum afar þakklát fyrir stuðninginn. Fjármunina munum við nýta til ýmissa náttúruverndarverkefna„.