Stjórn Landverndar

Aðalfundur Landverndar kaus nýja stjórn samtakanna þann 13. maí 2017. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur var kjörinn formaður Snorri Baldursson líffræðingur gaf ekki kost á sér áfram. Sitjandi formaður í fjarveru Snæbjarnar er varaformaður Lovísa Ásbjörnsdóttir, lovisa@landvernd.is.

Í stjórn Landverndar sitja tíu manns og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Að þessu sinni var kosið um formann og fjóra stjórnarmenn. Að auki við Snæbjörn voru Snorri Baldursson líffræðingur og fráfarandi formaður Landverndar, Guðmundur Björnsson ferðamálafræðingur, Helga Ögmundardóttir mannfræðingur og Hugrún Geirsdóttir umhverfis- og auðlindafræðingur kjörin. Snorri og Guðmundur sátu einnig í fyrri stjórn. Fyrir í stjórn samtakanna sitja Ellý Katrín Guðmundsdóttir, lögfræðingur, Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, Margrét Auðunsdóttir framhaldsskólakennari, Pétur Halldórsson líffræðingur og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd